|
Nú líður að jólum. Ég á alveg eftir að pakka inn gjöfum. Geri það annað kvöld eða þá á Þorláksmessu. Ég var í Hafnarfirðinum í dag og stóð mína plikt í jólaþorpinu. Inga frænka og vinkonur hennar í Pelli og Purpura eru nefnilega með bás í jólaþorpinu hjá Firði í Hafnarfirði. Það var svona 10 stiga frost!!! Ég vafði um mig trefli og sjali sem við vorum að selja og svo stóð ég við rafmgansofn sem var þarna svo að tærnar dyttu ekki af. Inga ætlar einmitt að sauma á mig kórkjólinn sem við eigum að vera í í miðnæturmessunni á jólanótt. Já, sem minnir mig á það! Allir að horfa á RÚV klukkan hálf tólf á Aðfangadagskvöld, þá syngur MH kórinn og Hamrahlíðarkórinn í messu. Og allir að fara í friðargönguna á Þorláksmessu, þá verður það MH kórinn sem sér um sönginn.
skrifað af Runa Vala
kl: 20:18
|
|
|